Man Utd til í að opna veskið fyrir Yildiz - Everton gæti reynt við Phillips - Liverpool hefur áhuga á Wharton
Kjaftæðið - Jeppakallinn og Bjöggi Stef í gír!
Hugarburðarbolti GW 7 Arsenal komnir á toppinn!
Kjaftæðið - Liverpool í bullinu og Víkingar Íslandsmeistarar!
Uppbótartíminn - Til hamingju Blikar!
Enski boltinn - Er Liverpool í krísu?
Innkastið - Stóru málin með Bjössa Hreiðars
Útvarpsþátturinn - Skjótt skipast veður í lofti
Turnar Segja Sögur: Graeme Souness
Kjaftæðið - Hákon Haralds með sigurmark gegn Roma og stór helgi framundan!
Hugarburðarbolti GW 6 Verður Amorim stjóri Man Utd næstu helgi?
Rann blóðið til skyldunnar - „Eiga inni hjá mér“
Innkastið - Þjálfarakapall og Víkingar meistarar
Leiðin úr Lengjunni: Umspilið gert upp og verðlaun fyrir tímabilið
Tveggja Turna Tal - Milan Stefán Jankovic
Kjaftæðið - Enskir dómarar til skammar og KR á botninum!
Enski boltinn - Menn að tala um meistarasigur
Útvarpsþátturinn - Heimsókn frá Húsavík við Skjálfanda
Leiðin úr Lengjunni: Siggi Höskulds fer yfir sviðið og upphitun fyrir úrslitin
Kjaftæðið - Liðið sem þorir vinnur 50 milljóna leikinn, hlaupa Víkingar með titilinn?
Uppbótartíminn - Besta lið Íslandssögunnar?
   mið 06. apríl 2022 14:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Veit ekki hvort Guðjón Orri Carragher Sigurjónsson gefi kost á sér
Eiður Aron
Eiður Aron
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gaui Carra
Gaui Carra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Nei, það væri ekki ásættanlega niðurstaða. Við ætlum hærra en það. Við erum nýliðar í deildinni og kemur ekki á óvart að okkur sé spáð 9. sæti."

„Við erum alveg með okkar markmið um hvað við ætlum að gera og það er eitthvað ofar en 9. sætið, við förum hærra en það og verðum helvíti fúlir með sjálfa okkur ef sú spá rætist."


Þetta sagði Eiður Aron Sigurbjörnsson, fyrirliði ÍBV, við Fótbolta.net í gær.

Rætt var við hann í tilefni af því að ÍBV er spáð 9. sæti í spá Fótbolta.net fyrir Bestu deildina.

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 9. sæti: ÍBV

„Við höfum bara rætt okkar á milli um markmið. Það er bara þetta gamla góða að við tökum bara leik fyrir í einu og svo er hægt að ræða þetta aðeins betur þegar líður á mótið."

Fyrsti leikur ÍBV er gegn Val á útivelli þann 19. apríl. Á sama tíma fer fram leikur Liverpool og Manchester United.

„Ég hef svo sem ekki áhyggjur af því en við höfum fengið að heyra það óspart í klefanum hvort það eigi ekki að breyta leiktímanum. Það kemur frá vini okkar Guðjóni Orri Carragher Sigurjónssyni. "

„Hann er ekki parsáttur. Ef þetta er leiktíminn þá veit ég ekki hvort hann gefi kost á sér, það verður bara að koma í ljós,"
sagði Eiður.

Viðtalið í heild er talsvert lengra og má nálgast það í heild í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner