„Nei, það væri ekki ásættanlega niðurstaða. Við ætlum hærra en það. Við erum nýliðar í deildinni og kemur ekki á óvart að okkur sé spáð 9. sæti."
„Við erum alveg með okkar markmið um hvað við ætlum að gera og það er eitthvað ofar en 9. sætið, við förum hærra en það og verðum helvíti fúlir með sjálfa okkur ef sú spá rætist."
Þetta sagði Eiður Aron Sigurbjörnsson, fyrirliði ÍBV, við Fótbolta.net í gær.
Rætt var við hann í tilefni af því að ÍBV er spáð 9. sæti í spá Fótbolta.net fyrir Bestu deildina.
Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 9. sæti: ÍBV
„Við erum alveg með okkar markmið um hvað við ætlum að gera og það er eitthvað ofar en 9. sætið, við förum hærra en það og verðum helvíti fúlir með sjálfa okkur ef sú spá rætist."
Þetta sagði Eiður Aron Sigurbjörnsson, fyrirliði ÍBV, við Fótbolta.net í gær.
Rætt var við hann í tilefni af því að ÍBV er spáð 9. sæti í spá Fótbolta.net fyrir Bestu deildina.
Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 9. sæti: ÍBV
„Við höfum bara rætt okkar á milli um markmið. Það er bara þetta gamla góða að við tökum bara leik fyrir í einu og svo er hægt að ræða þetta aðeins betur þegar líður á mótið."
Fyrsti leikur ÍBV er gegn Val á útivelli þann 19. apríl. Á sama tíma fer fram leikur Liverpool og Manchester United.
„Ég hef svo sem ekki áhyggjur af því en við höfum fengið að heyra það óspart í klefanum hvort það eigi ekki að breyta leiktímanum. Það kemur frá vini okkar Guðjóni Orri Carragher Sigurjónssyni. "
„Hann er ekki parsáttur. Ef þetta er leiktíminn þá veit ég ekki hvort hann gefi kost á sér, það verður bara að koma í ljós," sagði Eiður.
Viðtalið í heild er talsvert lengra og má nálgast það í heild í spilaranum að ofan.
Athugasemdir