Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 06. maí 2021 11:00
Elvar Geir Magnússon
Stígur upp á hárréttum tíma
Mynd: EPA
Kai Havertz var lengi að fara almennilega í gang á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur verið gjörsamlega frábær með Chelsea að undanförnu.

Havertz er 21 árs og var keyptur fyrir háar fjárhæðir frá Bayer Leverkusen. Hann hefur lent í ýmsum hraðahindrunum síðan hann kom til Chelsea, meðal annars smitaðist hann af Covid-19 og var rúmliggjandi í viku.

Gegn Real Madrid sýndi Havertz gæði sín og hann hefur stigið upp á hárréttum tímapunkti. Framundan hjá Chelsea eru tveir úrslitaleikir, gegn Leicester í bikarnum og gegn Manchester City í Meistaradeildinni.

Phil McNulty skrifaði lofgrein á vef BBC um stígandann hjá Havertz og má lesa þá grein með því að smella hérna.



Athugasemdir
banner
banner