Arsenal vill kaupa Livramento í sumar - Man Utd með nokkur nöfn á lista - Gallagher að snúa aftur í úrvalsdeildina?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   þri 06. júní 2017 23:54
Lilja Dögg Valþórsdóttir
Jóhannes Karl: Átt að hafa orkuna í fyrri hálfleik
Kvenaboltinn
Jóhannesi Karli fannst sitt lið heldur værukært eftir frábæra byrjun leiksins í kvöld.
Jóhannesi Karli fannst sitt lið heldur værukært eftir frábæra byrjun leiksins í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
“Mér fannst hún töluvert kaflaskipt. Við byrjum leikinn vel, sem að kannski er jákvætt merki. Komum okkur vel inní leikinn og skorum mark snemma. En eftir það fannst mér við svona full værukærar. Það dettur svolítið niður tempóið og við erum ekki að ná að tengja saman nógu margar sendingar og færa boltann nægilega vel þannig að við erum ekki að fylgja eftir nægilega vel fyrsta markinu til að klára leikinn,” sagði Jóhannes Karl, þjálfari HK/Víkings, um spilamennsku síns liðs eftir sigur gegn Víkingi Ó. á heimavelli.




Lestu um leikinn: HK/Víkingur 3 -  0 Víkingur Ó.

Fyrri hálfleikur var heldur rólegur þó að fyrsta mark leiksins hafi komið strax á upphafsmínútunum. Jóhannes Karl var sammála því að leikjaálagið undanfarið gæti spilað einhvern þátt þar.

“Jájá það gerir það náttúrulega. Búið að vera mikið leikjaálag svo sem. Ég held að við séum búin að spila þrjá leiki í bikarnum fram að þessu líka þannig að það er einhver þreyta. En ég held að svona í fyrri hálfleik áttu alveg að hafa orkuna í það að keyra aðeins upp tempóið. Ég held að hugarfarið skipti meira máli. Menn héldu kannski að við kæmumst eitthvað auðvelt úr þessu en það er aldrei þannig.”

Næsti leikur HK/Víkings er gegn Sindra og Jóhannes Karl gerir ráð fyrir að leggja upp þann leik svipað og hann hefur gert hingað til.

“Við náttúrulega erum með okkar ákveðinn leikstíl sem svo sem snýst um það að við förum varlega og við erum vel skipulagðar þannig að við þurfum bara að halda skipulaginu og aðeins að sjá hvernig leikurinn þróast. Bara allir leikirnir í þessari deild eru þannig að það er ekkert gefið fyrirfram þannig að við þurfum bara að gíra okkur upp í hvern og einn.”

Nánar er rætt við Jóhannes Karl í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner