sun 06. júní 2021 14:00
Aksentije Milisic
Rashford gæti misst af byrjun næsta tímabils
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford, leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, gæti misst af byrjun næsta tímabils en hann þarf að fara í aðgerð eftir Evrópumótið í sumar.

Rashford spilaði meiddur í gegnum nýliðna leiktíð en hann hefur átt í vandræðum með fótinn og öxlina á sér. Hann mun fara í aðgerð þegar hann hefur lokið þáttöku með Englandi á EM.

Rashford spilaði 57 leiki með United á síðustu leiktíð og ef England fer alla leið í úrslitaleikinn á Evrópumótinu þá er ljóst að síðasti leikur Rashford verður ekki fyrr en 11. júlí.

Enska deildin fer af stað þann 14. ágúst og ekki er búist við því að Rashford verði klár fyrir þann tíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner