Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 06. júní 2022 22:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hannes kom Rúnari til varnar
Rúnar Alex Rúnarsson.
Rúnar Alex Rúnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson, sem lék lengi í marki íslenska landsliðsins, kom Rúnari Alex Rúnarssyni til varnr eftir leikinn gegn Albaníu í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  1 Albanía

Rúnar Alex var gagnrýndur fyrir markið sem Albanía skoraði, það var talað um að hann hefði átt að gera betur.

„Mér finnst það mjög mikil einföldun að hann eigi að gera betur," sagði Hannes á Viaplay.

„Það er verið að skjóta á hann af stuttu færi; hann hefur tvo kosti. Það er annars vegar að fara niður með lófana eins og hann gerir eða að reyna að halda honum með því að fá hann í fangið - en þá held ég að það séu allar líkur á að hann fái hann í gegnum sig og inn því þetta er af það stuttu færi."

„Svo er það spurning hvernig snertingu hann nær þegar hann lendir í lófunum á honum, og í þessu tilfelli skoppar hann meter frá honum. Hann er óheppinn að hann lendir hjá andstæðingi."

Þetta eru dæmigerð augnablik sem verða að detta með okkur, hvort sem þú horfir á það út frá markverðinum eða liðinu."


„Það er gæi sem er að negla á þig af sex metrum, þetta er ekki alltaf svona klippt og skorið," sagði Hannes.

Hannes talaði einnig um það að Ísland væri mjög vel sett með markverði í framtíðinni og Rúnar Alex væri með mjög mikla hæfileika.
Rúnar Alex: Það mega allir hafa skoðun á því
Athugasemdir
banner
banner