Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 06. júní 2023 12:31
Elvar Geir Magnússon
Aron og Jói Berg miðjumenn í augum Hareide
Icelandair
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Í mínum augum er hann fyrst og fremst miðjumaður,“ segir Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, um hlutverk landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar.

Hareide ætlar að flytja Aron aftur upp á miðsvæðið en hann lék sem miðvörður í síðasta landsleik. Hann hefur einnig leyst þá stöðu þegar á hefur þurft að halda hjá félagsliði hans, Al Arabi í Katar.

„Hann getur einnig spilað sem miðvörður og það er mjög jákvæður kostur fyrir okkur. En lít samt aðallega á hann sem miðjumann."

Þá segist Hareide líta á Jóhann Berg Guðmundsson sem miðjumann í dag. Jóhann Berg lék oft á tíðum sem fremsti miðjumaður fyrir Burnley á liðinni leiktíð í ensku Championship-deildinni en hefur lengst af ferilsins leikið á kantinum.

Hareide opinberaði í dag landsliðshóp sinn fyrir komandi leiki í undankeppni EM; gegn Slóvakíu og Portúgal, sem fram fara síðar í þessum mánuði.



Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner