
„Í mínum augum er hann fyrst og fremst miðjumaður,“ segir Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, um hlutverk landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar.
Hareide ætlar að flytja Aron aftur upp á miðsvæðið en hann lék sem miðvörður í síðasta landsleik. Hann hefur einnig leyst þá stöðu þegar á hefur þurft að halda hjá félagsliði hans, Al Arabi í Katar.
Hareide ætlar að flytja Aron aftur upp á miðsvæðið en hann lék sem miðvörður í síðasta landsleik. Hann hefur einnig leyst þá stöðu þegar á hefur þurft að halda hjá félagsliði hans, Al Arabi í Katar.
„Hann getur einnig spilað sem miðvörður og það er mjög jákvæður kostur fyrir okkur. En lít samt aðallega á hann sem miðjumann."
Þá segist Hareide líta á Jóhann Berg Guðmundsson sem miðjumann í dag. Jóhann Berg lék oft á tíðum sem fremsti miðjumaður fyrir Burnley á liðinni leiktíð í ensku Championship-deildinni en hefur lengst af ferilsins leikið á kantinum.
Hareide opinberaði í dag landsliðshóp sinn fyrir komandi leiki í undankeppni EM; gegn Slóvakíu og Portúgal, sem fram fara síðar í þessum mánuði.
Svona er hópurinn hjá Hareide #fotboltinet https://t.co/qcceJqgBlL
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) June 6, 2023
Landslið karla - Undankeppni EM
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Portúgal | 6 | 6 | 0 | 0 | 24 - 0 | +24 | 18 |
2. Slóvakía | 6 | 4 | 1 | 1 | 8 - 2 | +6 | 13 |
3. Lúxemborg | 6 | 3 | 1 | 2 | 7 - 16 | -9 | 10 |
4. Ísland | 6 | 2 | 0 | 4 | 10 - 9 | +1 | 6 |
5. Bosnía-Hersegóvína | 6 | 2 | 0 | 4 | 5 - 9 | -4 | 6 |
6. Liechtenstein | 6 | 0 | 0 | 6 | 1 - 19 | -18 | 0 |
Athugasemdir