Eddie Howe, Steven Gerrard eða Frank Lampard að taka við enska landsliðinu - Man Utd reynir við Tah - Olmo til Man Utd - Liverpool vill Simakan
   fim 06. júní 2024 23:14
Jóhann Þór Hólmgrímsson
4. deild: Ýmir getur náð fjögurra stiga forystu
Kristinn Sölvi Sigurjónsson skoraði annað mark Árborgar en það dugði ekki til
Kristinn Sölvi Sigurjónsson skoraði annað mark Árborgar en það dugði ekki til
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl

Hamar gerði jafntefli gegn KÁ í fjörugum leik og mistókst því að komast á toppinn. Þá nældi RB í sitt fyrsta stig.


Hamar komst yfir á Ásvöllum en heimamenn snéru blaðinu við áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Bjarki Sigurjónsson kom KÁ í tveggja marka forystu með marki úr vítaspyrnu. Leikmenn Hamars gáfust ekki upp og tókst að jafna eftir rúmlega klukkutíma leik.

Fleiri mörk urðu ekki skoruð og sex marka jafntefli því niðurstaðan.

RB fékk Árborg í heimsókn en heimamenn höfðu tapað öllum leikjum sínum til þessa. Árborg náði tveggja marka forystu en RB tókst að jafna og hélt út manni færri síðustu mínúturnar.

KÁ 3 - 3 Hamar
0-1 Przemyslaw Bielawski ('18 )
1-1 Ágúst Jens Birgisson ('33 )
2-1 Bjarki Sigurjónsson ('38 )
3-1 Bjarki Sigurjónsson ('48 , Mark úr víti)
3-2 Tobías Breiðfjörð Brynleifsson ('54 )
3-3 Óliver Þorkelsson ('65 )
Rautt spjald: Kristinn Aron Hjartarson , KÁ ('79)

RB 2 - 2 Árborg
0-1 Magnús Hilmar Viktorsson ('39 , Mark úr víti)
0-2 Kristinn Sölvi Sigurgeirsson ('68 )
1-2 Makhtar Sangue Diop ('70 )
2-2 Adil Kouskous ('77 )
Rautt spjald: Adil Kouskous, RB ('84)


4. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Ýmir 11 8 1 2 36 - 17 +19 25
2.    Tindastóll 11 6 4 1 23 - 12 +11 22
3.    Hamar 11 6 2 3 30 - 24 +6 20
4.    KH 11 6 1 4 35 - 24 +11 19
5.    Árborg 11 5 4 2 25 - 22 +3 19
6.    KÁ 11 3 5 3 26 - 20 +6 14
7.    Kría 11 4 2 5 25 - 32 -7 14
8.    Skallagrímur 11 2 1 8 18 - 24 -6 7
9.    KFS 11 2 1 8 26 - 35 -9 7
10.    RB 11 2 1 8 14 - 48 -34 7
Athugasemdir
banner
banner