Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
   fim 06. júní 2024 15:49
Elvar Geir Magnússon
Wembley
Jói Berg: Klárlega betri lið en England á þessu móti
Icelandair
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Jóhann Berg Guðmundsson segir að enska landsliðið eigi möguleika á því að vinna Evrópumótið í sumar. Þeir séu þó ekki sigurstranglegasta liðið og varnarleikurinn gæti orðið liðinu að falli.

Á fréttamannafundi á Wembley í dag var Jóhann beðinn um að meta möguleika Englands.

„Það eru klárlega betri lið en þeir á þessu stórmóti. England er með ótrúlega leikmenn og sóknarleikurinn er frábær. Varnarlega er þar sem þeim vantar leikmenn í heimsklassa," segir Jóhann Berg.

„Sóknarlega eru þeir með nóg af heimsklassa leikmönnum, og á bekknum líka. Þeir eiga klárlega séns á að vinna þetta Evrópumót. Það var gríðarlega svekkjandi að tapa hér á Wembley gegn Ítalíu á síðasta EM og þeir vilja væntanlega ná skrefi lengra og vinna þetta."

England og Ísland mætast annað kvöld í vináttulandsleik á Wembley, hann hefst klukkan 18:45 að íslenskum tíma.
Athugasemdir
banner
banner