Það styttist óðum í helgina en Evrópumótið hefst í næstu viku. Það er komið að slúðrinu á þessum ágæta fimmtudegi en það eru alls konar sögur á lofti. Þetta eru þær helstu:
Atletico Madrid hefur beðið argentínska tríóið sitt; Angel Correa, Rodrigo de Paul og Nahuel Molina; að spyrjast fyrir um það hvort landi þeirra Julian Alvarez (24), sóknarmaður Manchester City, hafi áhuga á að ganga í raðir Atletico. (Marca)
Paris Saint-Germain hefur einnig áhuga á Alvarez. (Fabrizio Romano)
Manchester United hefur bæst í kapphlaupið við Liverpool og Real Madrid um Leny Yoro (18), varnarmann Lille. (Marca)
Það er ólíklegt að United geri tilboð þar sem Real Madrid leiðir kapphlaupið. (Mail)
Manchester City er að fara í viðræður við stjóra sinn, Pep Guardiola, um framtíð hans. (Telegraph)
Erling Haaland (23) hefur neitað að tjá sig um það hvort að hann sé í viðræðum við Man City um nýjan samning. (Standard)
Tottenham ætlar að berjast við Aston Villa um Conor Gallagher (24), miðjumann Chelsea, sem metinn er á 50 milljónir punda. Atletico hefur einnig sýnt Gallagher áhuga. (Mail)
Alexander Isak (24), sóknarmaður Newcastle, hefur verið orðaður við Arsenal en hann segist vera að njóta sín þar sem hann er núna og er ekki að hugsa um að fara. (Fotbollskanalen)
Bayern München vill framlengja við Alphonso Davies (23) og hefur ekki áhuga á Oleksandr Zinchenko (27), vinstri bakverði Arsenal. (Sky Germany)
Galatasaray í Tyrklandi hefur áhuga á Anthony Martial (28) en hann þarf að lækka launakröfur sínar eftir að hann fór frá Man Utd. (ESPN)
Tyrkneska félagið Besiktas var í viðræðum við Ole Gunnar Solskjær, fyrrum stjóra Man Utd, áður en félagið tók ákvörðun um að ráða Giovanni van Bronckhorst. (ESPN)
Andreas Pereira (28), miðjumaður Fulham, segist ætla að ræða við umboðsmann sinn um framtíðina eftir að hafa spilað á Copa America með Brasilíu í sumar. (UOL)
Tottenham hefur áhuga á því að kaupa Pereira. (Teamtalk)
West Ham bauð 6,8 milljónir punda í Vitao (24), varnarmann Internacional í Brasilíu. (Revista Colorada)
Newcastle er komið langt í viðræðum við varnarmanninn Lloyd Kelly (25) sem er að yfirgefa Bournemouth á frjálsri sölu. Roma á Ítalíu og Atletico á Spáni eru einnig með augastað á honum. (Sky Sports)
Liverpool er að skoða markverði þar sem búist er við því að Caoimhin Kelleher (25) muni yfirgefa félagið í sumar. (Football Insider)
Everton ætlar að reyna að fá bakvörðinn Max Lowe (27) en samningur hans við Sheffield United er að renna út í sumar. (Football Insider)
Tottenham, Liverpool, Newcastle og West Ham hafa áhuga á Lutsharel Geertruida (23), varnarmanni Feyenoord í Hollandi. (AD)
Graham Potter, fyrrum stjóri Chelsea, gæti tekið við Feyenoord af Arne Slot, nýjum stjóra Liverpool. (1908)
Barcelona ætlar að gera tilboð í Mikel Merino (27), miðjumann Real Sociedad. (Sport)
Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, hefur beðið varnarmanninn Nacho (34) að endurskoða ákvörðun sína að fara frá félaginu. (Marca)
Borussia Dortmund mun aðeins reyna að fá Jadon Sancho (24) aftur frá Manchester United ef möguleiki er að fá hann á láni. (Mail)
Carlos Corberan, Steve Cooper og Ruud van Nistelrooy eru á meðal þeirra stjóra sem Leicester er að skoða. (Mail)
Athugasemdir