Onana til Villa - Klopp hefur ekki áhuga á enska landsliðsþjálfarastarfinu - Atletico vill Alvarez
   fim 06. júní 2024 22:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Nýir tímar hjá Juventus - „Eitt stærsta félag heims"
Dusan Vlahovic
Dusan Vlahovic
Mynd: EPA

Thiago Motta er að taka við sem stjóri Juventus og stefnan er sett á að vinna titla.


Dusan Vlahovic framherji liðsins er bjartsýnn fyrir komandi tímum en liðið hefur ekki unnið ítölsku deildina síðan árið 2020.

„Juventus er eitt stærsta félag heims, það stærsta á Ítalíu og er vant að vinna bikara á hverju ári. Við vorum í baráttunni um titilinn þar til í febrúar en að lokum vann Inter sanngjarnt," sagði Vlahovic.

„Við höfum sannað að við getum þetta svo Juventus verður að vinna deieldina aftur, allavega setja markið á það. Það eru klárlega nýir tímar hjá Juventus, við erum með marga unga leikmenn. Við munum stefna á titilinn en ég get ekki sagt að við munum vinna hann á næstu leiktíð."


Athugasemdir
banner
banner
banner