Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 06. ágúst 2020 18:54
Elvar Geir Magnússon
KSÍ á von á svari fyrir hádegi á morgun - Allt gert til að klára mótið
Fótboltahreyfingin bíður eftir fréttum.
Fótboltahreyfingin bíður eftir fréttum.
Mynd: Elvar Geir Magnússon
Eins og fram hefur komið þá bíður KSÍ eftir svari frá heilbrigðisráðuneytinu við beiðni um að hefja leik að nýju í íslenska fótboltanum.

Vonast er við svari sem fyrst en samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net ætti það að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á morgun.

Nú um kvöldmatarleytið var tilkynnt að ekki yrði leikið á laugardag en enn er möguleiki á að spilað verði á sunnudaginn.

Ef grænt ljós fæst á að hefja leik að nýju er líklegt að leikir sem áttu að fara fram á laugardeginum verði leiknir á sunnudag og mánudag.

Fimm leikir í Pepsi Max-deild karla eru settir á sunnudaginn og síðasti leikur umferðarinnar á mánudag.

KSÍ fundaði með félögum í Pepsi Max og Lengjudeildinni í dag en þar kom fram í máli Guðna Bergssonar formanns að allt yrði gert til að klára mótið.

Hann hefur sjálfur talað um að viðmiðið sé til 1. desember og því talað um nóvembermánuð sem sérstakan 'varamánuð' til að klára keppnina.

Mesta flækjustigið er í Pepsi Max-deild karla þar sem fjögur lið eru á leið í Evrópuverkefni og mikilvægt að mótið hefjist sem fyrst á nýjan leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner