Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   þri 06. ágúst 2024 20:53
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin: Hákon í sigurliði gegn José Mourinho
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það fóru gríðarlega spennandi leikir fram í forkeppni fyrir riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld og komu nokkrir Íslendingar við sögu.

Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði Lille sem tók á móti José Mourinho og lærisveinum hans í liði Fenerbahce.

Hákon spilaði fyrstu 71 mínútu leiksins áður en honum var skipt útaf í stöðunni 1-0. Lille var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn var nokkuð jafn. Tiago Santos kom Lille yfir snemma leiks en Irfan Kahveci jafnaði fyrir Fenerbahce á 80. mínútu.

Það kom þó ekki að sök þar sem Edon Zhegrova gerði sigurmark Lille í uppbótartíma, og urðu lokatölur því 2-1. Seinni leikurinn fer fram í Tyrklandi að viku liðinni.

Caglar Söyüncü, Rade Krunic, Edin Dzeko, Dusan Tadic, Dominik Livakovic og Allan Saint-Maximin voru allir í byrjunarliði Fenerbahce. Þá kom Youssef En-Nesyri inn af bekknum á meðan Cenk Tosun fékk ekki að spreyta sig.

Elías Rafn Ólafsson varði þá mark Midtjylland og hélt hreinu í 2-0 sigri gegn ungverska stórliðinu Ferencvaros. Mið-Jótlendingar verðskulduðu þægilegan sigur gegn gestunum, sem áttu ellefu marktilraunir en aðeins tvær þeirra rötuðu á rammann.

Alfons Sampsted sat á bekknum allan tímann og horfði á liðsfélaga sína í FC Twente tapa 2-1 á erfiðum útivelli gegn RB Salzburg í Austurríki, á meðan Daníel Tristan Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi Malmö sem gerði 2-2 jafntefli við PAOK frá Grikklandi eftir að hafa tekið forystuna í tvígang á heimavelli.

Lille 2 - 1 Fenerbahce
1-0 Tiago Santos ('12 )
1-1 Irfan Kahveci ('80 )
2-1 Edon Zhegrova ('90 )

Midtjylland 2 - 0 Ferencvaros
1-0 Adam Buksa ('17 )
1-0 Aral Simsir ('45 , Misnotað víti)
2-0 Franculino ('69 )

Salzburg 2 - 1 Twente
1-0 Maurits Kjaergaard ('41 )
2-0 Maurits Kjaergaard ('85 )
2-1 Michel Vlap ('90 )

Malmo FF 2 - 2 PAOK
1-0 Pontus Jansson ('28 )
1-1 Taison ('42 )
2-1 Sebastian Nanasi ('67 )
2-2 Abdul Rahman Baba ('75 )

Qarabag 1 - 2 Ludogorets
0-1 Dinis Almeida ('56 )
1-1 Juninho ('65 )
1-2 Caio Vidal ('87 )
Rautt spjald: Caio Vidal, Ludogorets (Bulgaria) ('89)

Dynamo Kyiv 1 - 1 Rangers
1-0 Andriy Yarmolenko ('38 )
1-1 Cyriel Dessers ('90 )

Sparta Prag 1 - 1 Steaua Búkarest
0-1 Joyskim Dawa ('61 )
1-1 Victor Olatunji ('78 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner