Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   þri 06. ágúst 2024 18:36
Ívan Guðjón Baldursson
Ólympíuleikarnir: Sophia Smith skaut Bandaríkjunum í úrslit
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Bandaríkin 1 - 0 Þýskaland
1-0 Sophia Smith ('95)

Bandaríkin eru komin í úrslitaleik í kvennaflokki Ólympíuleikanna eftir 1-0 sigur gegn Þýskalandi í dag.

Bandaríkin voru talsvert sterkara liðið í fyrri hálfleik en tókst ekki að setja boltann í netið. Seinni hálfleikurinn var talsvert jafnari og fengu bæði lið færi til að skora en staðan hélst markalaus og því var gripið til framlengingar.

Sophia Smith skoraði snemma í framlengingunni til að taka forystuna fyrir Bandaríkjakonur og reyndu þær þýsku að svara fyrir sig, en án árangurs.

Báðar þjóðir komust nálægt því að bæta marki við leikinn en markverðirnir stóðu fyrir sínu. Lokatölur urðu 1-0 og er ljóst að Bandaríkin munu spila um gullið á meðan Þýskaland spilar um bronsið.

Brasilía og Spánn mætast í seinni undanúrslitaleik dagsins innan skamms.

Athugasemdir
banner
banner
banner