Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   þri 06. ágúst 2024 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sverrir Mar spáir í 8-liða úrslit Fótbolti.net bikarsins
Allir fjórir leikirnir klukkan 18:00 í kvöld
Sverrir Mar hér með frænda sínum, Andra Júlíussyni.
Sverrir Mar hér með frænda sínum, Andra Júlíussyni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir spáir því að Arnar Laufdal og félagar í Augnabliki fari áfram.
Sverrir spáir því að Arnar Laufdal og félagar í Augnabliki fari áfram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld fara átta-liða úrslitin í Fótbolti.net bikarinn fram í heild sinni. Allir fjórir leikirnir hefjast á sama tíma, klukkan 18:00. Núna þarf aðeins að vinna tvo leiki í viðbót til að komast alla leið á Laugardalsvöllinn.

Ástríðukóngurinn Sverrir Mar Smárason heldur áfram að spá í leikina. Hingað til er hann búinn að spá 20 af 24 réttum liðum áfram sem er ansi vel gert.

Svona spáir hann leikjum kvöldsins

Augnablik 2 - 1 KFA
Það er eitthvað steikt í gangi hjá KFA. Mæk hættur og svo mæta þeir inn í Portúgal þar sem öllum líður illa. Augnablik vinnur þennan leik með tveimur mörkum frá Laufdal.

Selfoss 3 - 2 Haukar
Selfyssingar á góðu skriði og erfitt að vinna þá. Áfram heldur Gonzi að skora mörkin. Verður hörku leikur samt og Haukarnir jafna tvisvar.

Tindastóll 1 - 3 Kári
Mínir menn eru í góðum gír þessar vikurnar. Sigurður Hrannar, frændi minn, er loksins kominn heim og hann skorar strax í þessum leik. Hólmar Daði, frændi minn, fær rautt í liði Tindastóls eftir að hafa skorað með skoti af 40 metrum.

Vængir 3 - 4 Árbær
Vængirnir eru svona lið, maður getur ekki annað spáð en einhverri þvælu. Fullt af mörkum, liðin skiptast á að leiða en svo skiptir Baddi sér sjálfum inná í framlengingu og skorar sigurmarkið.
Athugasemdir
banner
banner