Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 06. september 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nýtt tímabil hefst hjá Evrópumeistaranum okkar
Sara Björk varð Evrópumeistari um síðustu helgi.
Sara Björk varð Evrópumeistari um síðustu helgi.
Mynd: Getty Images
Úrvalsdeild kvenna í Frakklandi er hafin og í dag leikur hið magnaða lið Lyon sinn fyrsta leik á tímabilinu.

Lyon varð Evrópumeistari fimmta árið í röð um síðustu helgi með sigri á þýska félaginu Wolfsburg í úrslitaleiknum, 3-1.

Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, er á mála hjá Lyon og hún skoraði í úrslitaleiknum um síðustu helgi.

Leikmenn Lyon fá ekki langt frí því þær spila sinn fyrsta leik á nýju tímabili í dag, akkúrat viku eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Lyon hefur orðið franskur meistari 14 ár í röð og á titil að verja.

Leikurinn í dag er gegn Paris FC og verður sýndur í beinni hjá Viaplay.

Sjá einnig:
Frá Haukum að Meistaradeildartitlinum
Athugasemdir
banner
banner
banner