Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 06. september 2022 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jones og Williams ekki í Evrópudeildarhópi Man Utd
Jones hefur einungis komið við sögu í þrettán leikjum á síðustu fjórum tímabilum.
Jones hefur einungis komið við sögu í þrettán leikjum á síðustu fjórum tímabilum.
Mynd: EPA
Brandon Williams var hjá Norwich á láni á síðasta tímabili.
Brandon Williams var hjá Norwich á láni á síðasta tímabili.
Mynd: Getty Images
Í gær opinberaði Manchester United hópinn sinn fyrir komandi baráttu í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. United hefur leik á fimmtudag og voru 25 í hópnum.

Athygli vekur að Axel Tuanzebe er í hópnum hjá United en þar er ekki hægt að sjá þá Brandon Williams og Phil Jones sem hafa verið lengi hjá félaginu.

Athony Elangar er þá ekki á lista en hann þarf ekki að vera lista þar sem hann er fæddur eftir aldarmót og verið hjá félaginu í allavega tvö ár. United þarf þó að skrá Elanga í leikmannahópinn fyrir hvern og einn leik ef liðið ætlar sér að nota hann í leiknum.

Phil Jones er þrítugur miðvörður sem hefur verið hjá United í ellefu ár. Williams er 22 ára bakvörður sem uppalinn er hjá félaginu og hefur verið viðloðinn aðalliðið í þrjú ár. Báðir glíma þeir við meiðsli.

Jones hefur eingöngu byrjað tvo leiki síðustu tvö tímabil vegna meiðsla og fjarri góðu gamni sem stendur. Hann er á síðasta ári sínu á samningi og má horfa á hann sem sjötta eða jafnvel sjöunda kost Erik ten Hag í hjarta varnarinnar. Þeir Raphael Varane, Lisandro Martinez, Harry Maguire og Victor Lindelöf eru líklega allir á undan honum, Axel Tuanzebe er í Evrópudeildarhópnum og Teden Mengi gæti einnig verið á undan Jones í röðinni.

Í síðustu viku heyrðust sögur af því að búið væri að ýta Jones út úr klefanum hjá United á æfingasvæði félagsins til að búa til pláss fyrir nýja leikmenn.

Fyrsti leikur United í Evrópudeildinni er gegn Real Sociedad á fimmtudag. Liðið er einnig með Omonia FC og FC Sheriff í riðli.


Athugasemdir
banner
banner