Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 06. september 2022 13:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Utrecht
Liðsfélagi Söru Bjarkar ekki með í kvöld vegna veikinda
Icelandair
Lineth Beerensteyn hér fyrir miðju. Sara Björk, landsliðsfyrirliði Íslands, er hægra megin við hana. Þær leika saman hjá Juventus.
Lineth Beerensteyn hér fyrir miðju. Sara Björk, landsliðsfyrirliði Íslands, er hægra megin við hana. Þær leika saman hjá Juventus.
Mynd: Getty Images
Hollenska fótboltasambandið hefur gefið það út að Lineth Beerensteyn verði ekki með í leiknum gegn Íslandi í kvöld.

Hún er að glíma við veikindi og verður ekki með. Hún er samt ekki með Covid.

Lestu um leikinn: Holland 1 -  0 Ísland

Beerensteyn er 25 ára gömul og spilar í stöðu framherja. Hún er liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Juventus en hún lék þar áður með stórveldinu Bayern München í Þýskalandi.

Hún er öflugur leikmaður en því miður fyrir Holland þá verður hún ekki með í leiknum mikilvæga í kvöld.

Holland verður einnig án Lieke Martens, leikmanns PSG, í leiknum en hún er einn besti leikmaður í heimi.

Leikurinn hefst klukkan 18:45 en sigurliðið fer beint á HM. Ef leikurinn endar með jafntefli þá mun Ísland fara beint á mótið í fyrsta sinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner