Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   þri 06. september 2022 22:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Utrecht
„Maður er hálf orðlaus eftir þetta"
Icelandair
Guðný í baráttunni í kvöld
Guðný í baráttunni í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik Íslands og Hollands
Úr leik Íslands og Hollands
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðný Árnadóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, var orðlaus eftir 1-0 tapið gegn Hollandi í Utrecht en Ísland mun þurfa að spila í umspili um sæti á HM í næsta mánuði.

Lestu um leikinn: Holland 1 -  0 Ísland

Sigurmark Hollands kom í uppbótartíma síðari hálfleiks en Ísland hafði náð að standa af sér skothríð Hollands í fyrri hálfleiknum og að mestu náð að halda liðinu í skefjum í þeim síðari fyrir utan eitt eða tvö færi áður en sigurmarkið kom.

„Bara svekkelsi og maður er hálf orðlaus eftir þetta. Það eru fyrstu viðbrögð."

„Við vissum að í hvað við værum að fara og þyrftum að liggja mikið til baka og okkur þarf ekkert endilega að líða illa með það og fannst við gera það ágætlega. Auðvitað fá þær mörg skot og einhver sláarskot en meðan við höldum því þá líður okkur ekkert illa. Í seinni hálfleik fannst mér við gera þetta ágætlega og fannst þær ekkert fá það mörg færi en svo þegar þetta gerist á síðustu mínútur getur þetta ekki orðið meira svekkjandi þegar þú ert búinn að halda út allan leikinn. Ef þú horfir á tölfræði þá eiga þær að vinna leikinn en þegar þetta er komið á síðustu mínútu er þetta ógeðslega svekkjandi,"
sagði Guðný við Fótbolta.net.

Eftir erfiðan fyrri hálfleik gengu liðin til búningsherbergja og var rætt hvernig væri best að tækla síðari hálfleikinn.

„Bara halda áfram að spila vörn og halda þeim fyrir framan okkur. Leyfum þeim að taka fyrirgjafir og ætlum að eiga þessa bolta í teignum og okkur líður ekkert illa með það að þær séu að reyna."

„Alvöru 'challenge' þetta eru góðir leikmenn og fannst við díla ágætlega við það. Við viljum spila þessa leiki á móti góðum leikmönnum og maður er svekktur."


Sigurmarkið var sérstaklega svekkjandi eftir að hafa varist vel og var það mikið högg.

„Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því. Maður var hálf orðlaus og hélt að þetta væri að verða búið og ógeðslega svekkjandi. Manni leið ekki eins og maður væri að fara tapa þessu. Þetta var högg því manni leið ágætlega."

Hún segir að nú ætli þær sér að mæta brjálaðar til leiks í umspilið og koma sér þannig áfram.

„Ég held að fyrir þetta lið eftir mánuð þegar við komum saman verður þetta ekkert mikið mál. Við þurfum að fara erfiðu leiðina og verðum svekktar í kvöld og mætum svo brjálaðar til leiks og finnum svekkelsið núna og notum það til að koma okkur alla leið í næsta leik," sagði hún í lokin.
Athugasemdir
banner