Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   þri 06. september 2022 22:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Utrecht
„Maður er hálf orðlaus eftir þetta"
Icelandair
Guðný í baráttunni í kvöld
Guðný í baráttunni í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik Íslands og Hollands
Úr leik Íslands og Hollands
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðný Árnadóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, var orðlaus eftir 1-0 tapið gegn Hollandi í Utrecht en Ísland mun þurfa að spila í umspili um sæti á HM í næsta mánuði.

Lestu um leikinn: Holland 1 -  0 Ísland

Sigurmark Hollands kom í uppbótartíma síðari hálfleiks en Ísland hafði náð að standa af sér skothríð Hollands í fyrri hálfleiknum og að mestu náð að halda liðinu í skefjum í þeim síðari fyrir utan eitt eða tvö færi áður en sigurmarkið kom.

„Bara svekkelsi og maður er hálf orðlaus eftir þetta. Það eru fyrstu viðbrögð."

„Við vissum að í hvað við værum að fara og þyrftum að liggja mikið til baka og okkur þarf ekkert endilega að líða illa með það og fannst við gera það ágætlega. Auðvitað fá þær mörg skot og einhver sláarskot en meðan við höldum því þá líður okkur ekkert illa. Í seinni hálfleik fannst mér við gera þetta ágætlega og fannst þær ekkert fá það mörg færi en svo þegar þetta gerist á síðustu mínútur getur þetta ekki orðið meira svekkjandi þegar þú ert búinn að halda út allan leikinn. Ef þú horfir á tölfræði þá eiga þær að vinna leikinn en þegar þetta er komið á síðustu mínútu er þetta ógeðslega svekkjandi,"
sagði Guðný við Fótbolta.net.

Eftir erfiðan fyrri hálfleik gengu liðin til búningsherbergja og var rætt hvernig væri best að tækla síðari hálfleikinn.

„Bara halda áfram að spila vörn og halda þeim fyrir framan okkur. Leyfum þeim að taka fyrirgjafir og ætlum að eiga þessa bolta í teignum og okkur líður ekkert illa með það að þær séu að reyna."

„Alvöru 'challenge' þetta eru góðir leikmenn og fannst við díla ágætlega við það. Við viljum spila þessa leiki á móti góðum leikmönnum og maður er svekktur."


Sigurmarkið var sérstaklega svekkjandi eftir að hafa varist vel og var það mikið högg.

„Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því. Maður var hálf orðlaus og hélt að þetta væri að verða búið og ógeðslega svekkjandi. Manni leið ekki eins og maður væri að fara tapa þessu. Þetta var högg því manni leið ágætlega."

Hún segir að nú ætli þær sér að mæta brjálaðar til leiks í umspilið og koma sér þannig áfram.

„Ég held að fyrir þetta lið eftir mánuð þegar við komum saman verður þetta ekkert mikið mál. Við þurfum að fara erfiðu leiðina og verðum svekktar í kvöld og mætum svo brjálaðar til leiks og finnum svekkelsið núna og notum það til að koma okkur alla leið í næsta leik," sagði hún í lokin.
Athugasemdir