Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   þri 06. september 2022 22:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Utrecht
„Maður er hálf orðlaus eftir þetta"
Icelandair
Guðný í baráttunni í kvöld
Guðný í baráttunni í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik Íslands og Hollands
Úr leik Íslands og Hollands
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðný Árnadóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, var orðlaus eftir 1-0 tapið gegn Hollandi í Utrecht en Ísland mun þurfa að spila í umspili um sæti á HM í næsta mánuði.

Lestu um leikinn: Holland 1 -  0 Ísland

Sigurmark Hollands kom í uppbótartíma síðari hálfleiks en Ísland hafði náð að standa af sér skothríð Hollands í fyrri hálfleiknum og að mestu náð að halda liðinu í skefjum í þeim síðari fyrir utan eitt eða tvö færi áður en sigurmarkið kom.

„Bara svekkelsi og maður er hálf orðlaus eftir þetta. Það eru fyrstu viðbrögð."

„Við vissum að í hvað við værum að fara og þyrftum að liggja mikið til baka og okkur þarf ekkert endilega að líða illa með það og fannst við gera það ágætlega. Auðvitað fá þær mörg skot og einhver sláarskot en meðan við höldum því þá líður okkur ekkert illa. Í seinni hálfleik fannst mér við gera þetta ágætlega og fannst þær ekkert fá það mörg færi en svo þegar þetta gerist á síðustu mínútur getur þetta ekki orðið meira svekkjandi þegar þú ert búinn að halda út allan leikinn. Ef þú horfir á tölfræði þá eiga þær að vinna leikinn en þegar þetta er komið á síðustu mínútu er þetta ógeðslega svekkjandi,"
sagði Guðný við Fótbolta.net.

Eftir erfiðan fyrri hálfleik gengu liðin til búningsherbergja og var rætt hvernig væri best að tækla síðari hálfleikinn.

„Bara halda áfram að spila vörn og halda þeim fyrir framan okkur. Leyfum þeim að taka fyrirgjafir og ætlum að eiga þessa bolta í teignum og okkur líður ekkert illa með það að þær séu að reyna."

„Alvöru 'challenge' þetta eru góðir leikmenn og fannst við díla ágætlega við það. Við viljum spila þessa leiki á móti góðum leikmönnum og maður er svekktur."


Sigurmarkið var sérstaklega svekkjandi eftir að hafa varist vel og var það mikið högg.

„Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því. Maður var hálf orðlaus og hélt að þetta væri að verða búið og ógeðslega svekkjandi. Manni leið ekki eins og maður væri að fara tapa þessu. Þetta var högg því manni leið ágætlega."

Hún segir að nú ætli þær sér að mæta brjálaðar til leiks í umspilið og koma sér þannig áfram.

„Ég held að fyrir þetta lið eftir mánuð þegar við komum saman verður þetta ekkert mikið mál. Við þurfum að fara erfiðu leiðina og verðum svekktar í kvöld og mætum svo brjálaðar til leiks og finnum svekkelsið núna og notum það til að koma okkur alla leið í næsta leik," sagði hún í lokin.
Athugasemdir
banner