Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   fös 06. september 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Undankeppni HM: Alvarez með stórkostlegt mark í sigri Argentínu
Mynd: EPA

Argentína 3-0 Síle
1-0 Alexis Mac Allister ('48 )
2-0 Julian Alvarez ('84 )
3-0 Paolo Dybala ('91 )

Einn leikur fór fram í nótt í suður amerísku undankeppninni fyrir HM 2026.


Argentína lagði Síle af velli en staðan var markalaus í hálfleik. Strax í upphafi seinni hálfleiks kom Alexis Mac Allister Argentínumönnum yfir. Julian Alvarez lagði boltann út í teiginn, Lautaro Martinez lét boltann eiga sig og Mac Allister mætti og lagði boltann í netið.

Alvarez var síðan sjálfur á ferðinni þegar hann skoraði með glæsilegu skoti fyrir utan teiginn, sláin inn, og kom Argentínu í 2-0.

Paolo Dybala innsiglaði sigurinn með marki í uppbótatíma.

Argentína er á toppi riðilsins með 18 stig eftir sjö leiki en Úrúgvæ er í 2. sæti fimm stigum á eftir og á leik til góða gegn Paragvæ í nótt. Síle er í 9. sæti með 5 stig.

Sjáðu markið hjá Alvarez


Athugasemdir
banner
banner
banner