Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 06. október 2020 21:36
Victor Pálsson
2. deild kvenna: Grindavík í frábærri stöðu fyrir lokaleikinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík 4 - 0 Fram
1-0 Eva Lind Daníelsdóttir('3)
2-0 Melkorka Ingibjörg Pálsdóttir('21)
3-0 Júlía Ruth Thasaphong('41)
4-0 Una Rós Unnarsdóttir('58)

Grindavík vann sannfærandi sigur í 2. deild kvenna í dag er liðið spilaði við Fram á heimavelli í 15. umferð.

Grindavík er að berjast fyrir því að komast upp í næst efstu deild og er í mjög góðri stöðu eftir 4-0 heimasigur.

Heimaliðið var einu stigi á undan Fjarðabyggð/Hetti/Leikni fyrir leik kvöldsins og sat í öðru sætinu.

Eftir sigurinn er Grindavík nú með 33 stig í öðru sætinu, tveimur stigum á eftir HK sem hefur leikið einum leik meira.

Grindvíkingar spila við Hamar í síðustu umferð deildarinnar og geta með sigri tryggt sér sæti í hærri deild.

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner