Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 06. október 2020 09:32
Elvar Geir Magnússon
Einn sá besti í heimi dæmir á Laugardalsvelli - Dæmdi sigurleikinn gegn Englandi
Icelandair
Damir Skomina.
Damir Skomina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Slóvenski dómarinn Damir Skomina heldur um flautuna á Laugardalsvelli þegar Ísland mætir Rúmeníu á fimmtudagskvöld í umspilinu fyrir EM alls staðar.

Skomina er einn allra besti dómari heims en hann dæmdi meðal annars frægasta landsleik Íslands, sigurinn gegn Englandi á EM 2016.

„Flautaðu þetta af Skomina dómari!" hrópaði Gummi Ben eftirminnilega í lýsingu á leiknum, sem Ísland vann 2-1.

Skomina hefur dæmt fjölda stórleikja í stærstu keppnum heims, þar á meðal úrslitaleik Liverpool og Tottenham í Meistaradeildinni á síðasta ári.

Aðstoðarmenn hans í leiknum á fimmtudag eru allir frá Slóveníu, nema sá sem sér um VAR myndbandsdómgæsluna. Það er Spánverji, Juan Martínez Munuera.

Leikurinn á fimmtudag hefst 18:45 á Laugardalsvelli. Leikið verður til þrautar og fer sigurliðið í hreinan úrslitaleik gegn Ungverjalandi eða Búlgaríu um laust sæti á EM alls staðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner