Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
   þri 06. október 2020 12:46
Magnús Már Einarsson
Þríeykið spilar ekki með Englandi á fimmtudag
Tammy Abraham, Ben Chilwell og Jadon Sancho verða ekki með enska landsliðinu í vináttuleik gegn Wales á morgun.

Vinir Abraham skipulögðu óvænta afmælisveislu í London á laugardag en þar voru meðal annars mættir Sancho og Chilwell.

Abraham og Chilwell leika fyrir Chelsea en Sancho er hjá Dortmund.

Sex manna samkomubann er í Englandi vegna kórónuveirunnar og ljóst er að reglur voru brotnar í veislunni þar sem fleiri voru mættir þar. Abraham segir að allir gestir hafi verið hitamældir þegar þeir mættu í veisluna en hefur beðist afsökunar.

Leikmennirnir þrír fá ekki að koma strax til liðs við landsliðshópinn og þeir verða ekki með gegn Wales. Lögreglan hefur hins vegar staðfest að engin lögreglurannsókn verði gerð vegna málsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner