Stuttgart 1 - 1 Hoffenheim
0-1 Valentin Gendrey ('45 )
0-1 Ermedin Demirovic ('99, Misnotað víti)
1-1 Ermedin Demirovic ('99)
0-1 Valentin Gendrey ('45 )
0-1 Ermedin Demirovic ('99, Misnotað víti)
1-1 Ermedin Demirovic ('99)
Stuttgart tók á móti Hoffenheim í lokaleik dagsins í efstu deild þýska boltans og úr varð áhugaverður slagur.
Valentin Gendrey kom Hoffenheim yfir skömmu fyrir leikhlé og leiddu gestirnir því eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik.
Sebastian Hoeness þjálfari Stuttgart gerði tvöfalda breytingu í leikhlé og tók Stuttgart stjórn á leiknum í kjölfarið.
Heimamenn sköpuðu sér færi en tókst ekki að gera jöfnunarmark fyrr en undir lokin þegar vítaspyrna var dæmd. Ermedin Demirovic lét verja frá sér en skoraði úr frákastinu til að bjarga stigi.
Stuttgart er því komið með 9 stig eftir 6 umferðir á nýju tímabili, eftir að hafa náð öðru sæti á síðustu leiktíð.
Hoffenheim er með 4 stig.
Athugasemdir