Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mið 06. nóvember 2019 23:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Keisuke Honda til Vitesse (Staðfest)
Keisuke Honda skrifaði fyrr í dag undir samning við Vitesse sem leikur í hollenski Eredivisie.

Honda þekkja margir en hann á tæplega 100 landsleiki að baki fyrir japanska landsliðið. Á ferli sínum hefur hann spilað hjá Nagoya í heimalandinu, Venlo í Hollandi, CSKA í Rússlandi, Milan á Ítalíu, Pachuca í Mexíkó og Melbourne í Ástralíu.

Honda yfirgaf Melbourne eftir síðustu leiktíð.Hinn 33 ára gamli Honda er auk þess landsliðsþjálfari Kambódíu

Honda hefur undanfarna mánuði verið í atvinnuleit og var farinn að senda frá sér tilkynningar þar sem hann bað félög um að semja við sig.


Athugasemdir
banner
banner