Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   mið 06. nóvember 2024 18:30
Elvar Geir Magnússon
Getur ekki notað alla þrjá í einu
Mynd: Getty Images
Portúgalski landlsiðsmaðurinn Joao Felix hefur ekki byrjað deildarleik fyrir Chelsea á tímabilinu en fengið byrjunarliðsleiki í Sambandsdeildinni og deildabikarnum.

„Það er leiðinlegt að geta ekki gefið Joao fleiri mínútur í ensku úrvalsdeildinni, en eins og ég hef sagt áður þá þurfum við jafnvægi varnarlega og við getum ekki spilað með Joao, Cole Palmer og Chris Nkunku alla í einu," segir Enzo Maresca, stjóri Chelsea.

„Ég væri til í að setja þá alla út á völlinn en við þurfum að verjast líka og það þarf jafnvægi milli sóknar og varnar. Það er skýringin. En ég er ekki í nokkrum vafa um að ef Joao heldur áfram að leggja sig fram þá mun hann fá sínar stundir í deildinni."

Chelsea mætir Noah frá Armeníu í Sambandsdeildinni á morgun.
Athugasemdir
banner
banner