Ragnar Sigurðsson, fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður, er samkvæmt heimildum Fótbolta.net í viðræðum við AGF um þjálfarastarf í akademíu félagsins.
Um er að ræða U17 ára lið danska félagsins.
Um er að ræða U17 ára lið danska félagsins.
Raggi var ráðinn aðstoðarþjálfari Fram fyrir tímabilið 2023 áður en hann tók svo við sem aðalþjálfari um mitt mót þegar Jón Sveinsson var látinn fara. Raggi var svo aðstoðarþjálfari HK á nýliðnu tímabili.
Raggi þekkir vel til í Danmörku því hann lék á sínum ferli 110 leiki fyrir FC Kaupmannahöfn og varð þar Danmerkurmeistari og bikarmeistari.
Landsliðsmaðurinn Mikael Anderson er leikmaður AGF og unglingalandsliðsmennirnir Sölvi Stefánsson og Tómas Óli Kristjánsson eru í akademíu danska félagsins.
Athugasemdir