Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 06. desember 2019 16:20
Ívan Guðjón Baldursson
ÍA fær Janet Egyir frá Aftureldingu (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kvennadeild knattspyrnufélags ÍA er búið að tryggja sér þjónustu Janet Egyir, landsliðskonu frá Gana, á næsta ári.

Janet er búin að skrifa undir samning sem gildir út næstu leiktíð en hún gengur í raðir Skagakvenna frá Aftureldingu.

Janet er 27 ára gömul og leikur í vörn. Hún hefur verið búsett á Íslandi síðustu þrjú ár eða allt frá því að hún gekk í raðir Víkings Ólafsvíkur sumarið 2016.

Janet lék fyrir Ólafsvík í tvö ár áður en hún skipti yfir í Aftureldingu/Fram, sem varð síðar að Aftureldingu. Hún gerði 6 mörk í 30 leikjum í Inkasso-deild kvenna.

„Janet kemur til með að styrkja hið unga lið Skagamanna mjög mikið á næsta tímabili og er mikil á ánægja með þessa viðbót hjá þjálfarateymi liðsins, sem og stuðningsmönnum," segir á Facebook síðu ÍA.

ÍA endaði í 8. sæti Inkasso-deildarinnar í haust, fjórum stigum frá falli. Afturelding lauk keppni með tveimur stigum meira.
Athugasemdir
banner
banner
banner