
Klukkan 19 í kvöld mætast Portúgal og Sviss í síðasta leik 16-liða úrslita HM í Katar.
Kristján Óli Sigurðsson, Höfðinginn í Þungavigtinni, spáir í þennan áhugaverða leik sem framundan er.
Kristján Óli Sigurðsson, Höfðinginn í Þungavigtinni, spáir í þennan áhugaverða leik sem framundan er.
Kristján Óli Sigurðsson:
Portúgal 2 - 0 Sviss
Síðasti dansinn hjá Ronaldo má ekki enda gegn Sviss í 16-liða úrslitum.
Þetta verður erfitt fyrir Portúgalina en mér finnst gæðamunurinn á leikmönnum þessara liða það mikill að Portúgal eigi að klára þetta. Þeir voru mjög flottir í fyrstu tveimur leikjunum en Sviss var í mjög erfiðum riðli og endaði með jafn mörg stig og meistaraefnin í Brasilíu. Gæti farið alla leið í vítakeppni en eitthvað segir mér að Bruno Fernandes klári þetta með tveimur mörkum í venjulegum leiktíma. Spá 2-0 fyrir Portúgal.
Fótbolti.net spáir - Sverrir Örn Einarsson
Portúgal 2 - 1 Sviss
Ég trúi ekki öðru en að liðin mæti á fullu gasi frá fyrstu mínútu og við séum að fara að horfa á bullandi sóknarbolta frá fyrstu spyrnu. Það mun þó ekki þýða að það verði neitt markaflóð. Ruben Vargas kemur Sviss yfir um miðjan fyrri hálfleik og verður það staðan í hálfleik. Í síðari hálfleik setja Portúgalar allt sitt í sóknarleikinn og pressa Svisslendinga stíft. Yann Sommer verður á eldi framan af hálfleiknum en þarf að játa sig sigraðan um miðbik hálfleiksins þegar Ronaldo jafnar. Það verður svo Bruno Fernandes sem tryggir Portúgal í 8 liða úrslit undir lok venjulegs leiktíma.
Athugasemdir