Óttar Magnús Karlsson var valinn leikmaður ársins hjá bandaríska félaginu Oakland Roots.
Óttar er 25 ára framherji sem lék með liðinu á láni frá ítalska félaginu Venezia. Óttar átti gott tímabil í USL deildinni, skoraði nítján mörk í þrjátíu leikjum og lagði upp tvö mörk.
Óttar er 25 ára framherji sem lék með liðinu á láni frá ítalska félaginu Venezia. Óttar átti gott tímabil í USL deildinni, skoraði nítján mörk í þrjátíu leikjum og lagði upp tvö mörk.
Liðið fór í átta liða úrslit úrslitakeppninnar en féll þar úr leik gegn San Antonio FC. Óttar var alltaf nema einu sinni í byrjunarliði liðsins.
Samningur hans við Venezia rennur út næsta sumar og verður fróðlegt að sjá hvert næsta skref hans á ferlinum verður. Óttar samdi við Venezia haustið 2020 en hefur einungis komið við sögu í átta keppnisleikjum með liðinu.
Óttar var í byrjunarliðinu í fyrra landsliðsverkefninu í síðasta mánuði, byrjaði bæði gegn Sádí-Arabíu og Suður-Kóreu. Hann á alls að baki ellefu landsleiki og í þeim hefur hann skorað tvö mörk.
Sjá einnig:
GOATar sló met sem hann hafði ekki hugmynd um - „Smá fyndið"
Alltaf að verða harðari og harðari stuðningsmaður Warriors
Óttari var stillt upp við vegg á lokadegi gluggans - „Voða skrítin lykt af þessu öllu saman"
The 2022 Oakland Roots Player of the Year Presented by @AnthemBC_News goes to @ottar7.#KnowYourRoots pic.twitter.com/aO6Q72sERb
— Oakland Roots (@oaklandrootssc) December 5, 2022
Athugasemdir