Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mið 06. desember 2023 09:53
Elvar Geir Magnússon
Messi íþróttamaður ársins hjá Time
Mynd: Getty Images
Lionel Messi, framherji Inter Miami og argentínska landsliðsins, hefur verið útnefndur íþróttamaður ársins hjá tímaritinu Time.

Messi gekk í raðir Miami í júlí og skoraði ellefu mörk í 14 leikjum. Hann hjálpaði liðinu að vinna sinn fyrsta titil, deildabikarinn.

Þá vann þessi 36 ára snillingur Ballon d'Or gullknöttinn í október, í áttunda sinn.

„Lionel Messi tókst á þessu ári að framkvæma eitthvað sem eitt sinn þótti óhugsandi. Þegar hann skrifaði undir hjá Inter Miami þá breytti hann Bandaríkjunum í knattspyrnuþjóð (soccer country)," segir í Time.

Mikil fjölgun áhorfenda, hækkað miðaverð, meira áhorf í sjónvarpi og meiri vörusala fylgdu komu Messi til Bandaríkjanna.

Meðal þeirra sem hafa unnið titilinn íþróttamaður ársins hjá Time í gegnum tíðina eru Simone Biles fimleikakona, Michael Phelps sundmaður og LeBron James körfuboltastjarna.
Athugasemdir
banner
banner
banner