Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mið 06. desember 2023 18:38
Brynjar Ingi Erluson
Neville skaut létt á Carragher
Mynd: Twitter
Jamie Carragher, sparkspekingur á Sky Sports, svaraði ummælum Pep Guardiola, stjóra Manchester City, sem skaut á Carragher fyrir að hafa ekki unnið ensku úrvalsdeildina, en Gary Neville hefur nú blandað sér í umræðuna.

Guardiola benti á það á blaðamannafundi að Neville afrekaði það aldrei að vinna ensku úrvalsdeildina fjögur ár í röð og kom þá inn á að Carragher afrekaði ekki einu sinni að vinna deildina í eitt skipti.

Carragher svaraði Guardiola á X og sagði að hann hefði líklega unnið deildina ef Liverpool hefði verið í eign þjóðríkis.

Neville sá þar frábært tækifæri til að taka létt skot á kollega sinn á Sky Sports.

„Carra, ég held að þú hefðir getað unnið ensku úrvalsdeildina ef þú hefðir ekki alltaf verið að sparka boltanum í eigið net. Það hefði hjálpað liðinu svakalega,“ sagði Neville í myndbandinu.

Neville bað Guardiola einnig afsökunar á því að hafa ekki unnið deildina fjórum sinnum.


Athugasemdir
banner