Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 07. janúar 2020 22:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bernardo: Hefðum getað leitt fjögur eða fimm núll í hálfleik
Mynd: Getty Images
„Við hefðum getað verið fjögur eða fimm núll yfir í hálfleik. Við fengum færin til að skora fleiri. Þeir pressuðu okkur hærra í seinni hálfleik og við fundum fyrir þreytu. Í heildina erum við sáttir," sagði Bernardo Silva, annar af markaskorurum Manchester City, í viðtali eftir 1-3 útisigur gegn Manchester United í deildabikarnum.

Bernardo skoraði fyrsta mark leiksin með glæsilegu skoti á 17. mínútu og Riyad Mahrez bætti svo við öðru marki rúmum stundarfjórðungi seinna. Þriðja mark City var svo sjálfsmark Andreas Perreira.

Leikurinn var fyrri leikur liðanna í undanúrslitum keppninnar, seinni leikurinn fer fram eftir 22 daga.

„Mér leið vel í mínu hlutkverki og það gekk upp, við unnum. Pep vildi fá auka mann á miðjuna," sagði Bernardo einnig eftir leikinn en Mirror valdi hann mann leiksins í einkunnagjöf sinni eftir leik.

Marcus Rashford skoraði mark United í seinni hálfleik og því fer City liðið með tveggja marka forskot inn í seinni viðureignina á Etihad vellinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner