Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 07. janúar 2020 22:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guardiola: Þetta er ekki búið því þetta er United
Mynd: Getty Images
Aguero og Jesus byrjuðu á bekknum í kvöld.
Aguero og Jesus byrjuðu á bekknum í kvöld.
Mynd: Getty Images
„Fyrstu mínúturnar voru jafnar en svo skoruðum við frábæt mark og spiluðum vel í kjölfarið," sagði Pep Guardiola, stjóri Manchester City, eftir 1-3 útisigur á Manchester United í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum enska deildabikarsins.

„Í seinni hálfleik breyttu þeir um leikskipulag og við áttum í smá basli með að halda boltanum."

Þrátt fyrir tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn, sem fer fram 29. janúar, er Guardiola á því að einvíginu sé ekki lokið.

„Þetta er ekki búið því þetta er United. Þeir geta skorað mörk en vonandi náum við að komast aftur í úrslitaleikinn."

Guardiola var þá spurður út í það hvernig sé að eiga við Marcus Rashford sem skoraði mark United í leiknum.

„Það er erfitt að eiga við Rashford því hann er snöggur og líður vel með boltann."

„Þetta var á móti United, við hverju er búist, 0-7 útisigri? Á heildina litið var þetta frábær frammistaða á Old Trafford," sagði Guardiola um frammistöðu síns liðs.

Guardiola var einnig spurður út í ákvörðun sína að spila ekki með eiginlega "níu" í upphafi leiks en bæði Sergio Aguero og Gabriel Jesus byrjuðu á bekknum í kvöld.

„Af hverju er þetta stórkostleg ákvörðun," svaraði Guardiola spurningu blaðamanns sem vildi meina að ákvörðunin hafi ráðið úrslitum. „Ég er snillingur ef við vinnum eftir að ég hef tekið þessa ákvörðun en ég veit hvað er sagt ef við vinnum ekki. Við reyndum að setja leikinn upp þannig að við gætum takmarkað skyndisókna möguleika þeirra því þeir eru með frábært lið," sagði Guardiola að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner