Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 07. janúar 2020 21:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu pínlegt sjálfsmark Andreas Pereira sem kom City í 0-3
Solskjær ræðir við Pereira (myndin er ekki úr leiknum í kvöld)
Solskjær ræðir við Pereira (myndin er ekki úr leiknum í kvöld)
Mynd: Getty Images
Á 39. mínútu komst Manchester City í 0-3 gegn Manchester United í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum enska deildabikarsins.

City átti þá frábæra og snarpa skyndisókn sem endaði á því að Kevin de Bruyne átti skot sem David de Gea, í marki Manchester United, varði boltann til hliðar og í Andreas Pereira. Þaðan fór boltið í netið, óheppni hjá Perreira en einhvern veginn punkturinn yfir i-ið hjá United í fyrri hálfleiknum.

Manchester City er 0-3 yfir þegar þetta er skrifað á 58. mínútu og á það fyllilega skilið. Liðið hefur verið mun betra aðilinn og yfirspilað United á köflum.

Sjálfsmarkið má sjá hér.
Athugasemdir
banner
banner