Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fös 07. janúar 2022 21:00
Victor Pálsson
Rudiger ekkert að flýta sér
Mynd: EPA
Antonio Rudiger, varnarmaður Chelsea, er alls ekki að flýta sér að ákveða eigin framtíð en hann er sterklega orðaður við brottför.

Þetta kemur fram í frétt Sky Sports en Rudiger verður samningslaus í sumar og má ræða við félög í janúar.

Samkvæmt frétt Sky er Rudiger ekki búinn að taka ákvörðun og er ekki að flýta sér í að semja við eitt ákveðið lið.

Real Madrid, Paris Saint-Germain, Bayern Munchen og Juventus hafa öll rætt við umboðsmann Rudiger.

Chelsea vill þó alls ekki missa þýska landsliðsmanninn sem kom til félagsins frá Roma fyrir tæplega fimm árum síðan.
Athugasemdir
banner