Antonio Rudiger, varnarmaður Chelsea, er alls ekki að flýta sér að ákveða eigin framtíð en hann er sterklega orðaður við brottför.
Þetta kemur fram í frétt Sky Sports en Rudiger verður samningslaus í sumar og má ræða við félög í janúar.
Samkvæmt frétt Sky er Rudiger ekki búinn að taka ákvörðun og er ekki að flýta sér í að semja við eitt ákveðið lið.
Real Madrid, Paris Saint-Germain, Bayern Munchen og Juventus hafa öll rætt við umboðsmann Rudiger.
Chelsea vill þó alls ekki missa þýska landsliðsmanninn sem kom til félagsins frá Roma fyrir tæplega fimm árum síðan.
Athugasemdir