Camavinga og Bastoni orðaðir við Liverpool - Ruben Neves á óskalista Man Utd - Framtíð Frank í óvissu
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   fim 07. febrúar 2013 21:54
Elvar Geir Magnússon
Freyr Alexandersson: Við vorum tilbúnir í slag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson, þjálfari Leiknis, var kampakátur eftir sigur liðsins á Val í undanúrslitum Reykjavíkurmótsins í kvöld. 1. deildarliðið vann í vítaspyrnukeppni eftir markalaust jafntefli eftir 90 mínútur.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  4 Leiknir R.

„Ég er ánægður fyrir hönd strákana. Að fara í úrslitaleik á eigin verðleikum. Það var dugnaður og vilji og ég er mjög stoltur," sagði Freyr eftir leik.

Leiknir hefur aðeins fengið eitt mark á sig á mótinu.

„Það er frábært. Við erum ekki að fá mörg færi á okkur heldur. Það er klárt mál að við erum ryðgaðir sóknarlega en við erum að fókusera á það að laga varnarleikinn. Leiknir hefur síðustu ár verið að fá of mörg mörk á sig."

Leiknisliðið er mikið breytt frá síðasta tímabili en hlutirnir virðast vera að smella vel saman.

„Menn eru líka að hafa fyrir því. Þetta gerist ekki af sjálfu sér. Það hafa orðið breytingar en það byrjuðu tíu uppaldir Leiknismenn leikinn í dag. Það er að hjálpa okkur helling. Ég er ekki að segja að það sé eina leiðin en það er að hjálpa okkur núna."

„Við vorum tilbúnir í slag. Valsmenn eru nautsterkir. Við þurftum að slást meira og gerðum það."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner