Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 07. febrúar 2021 20:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Liverpool Echo 
„Liverpool slæmir meistarar"
Liverpool er að eiga erfitt uppdráttar.
Liverpool er að eiga erfitt uppdráttar.
Mynd: Getty Images
Roy Keane.
Roy Keane.
Mynd: Getty Images
Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United, fór mikinn eftir 1-4 tap Liverpool gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Sjá einnig:
Liverpool að ströggla mjög - Misst 27 stig frá því í fyrra

Liverpool er í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tíu stigum frá toppliði Man City. City á þá leik til góða á Liverpool.

Meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá Liverpool á tímabilinu. Varnarmennirnir Virgil van Dijk og Joe Gomez hafa verið lengi frá og það spilar auðvitað mikið inn í. Þá eru margir leikmenn að spila undir getu. Keane finnst Liverpool hafa verið slæmir meistarar eins og hann orðar það.

„Þeir búa til margar afsakanir, að mínu mati hafa þeir verið slæmir meistarar," sagði Keane á Sky Sports.

„Það er eins og þeir hafi unnið deildina og misst sig aðeins, farið að trúa 'hæpinu' um að þeir myndu vinna leiki. Í mínum huga er alltaf næsta spurning þegar þú ert búinn að vinna titil; getum við gert það aftur?"

„Ég hef aldrei fengið þá tilfinningu frá þessum hópi, frá viðtölum þeirra og út frá því sem stjóri þeirra segir. Þetta var löng bið fyrir þá en ég hef aldrei heyrt leikmann þeirra koma út og segja: 'Við viljum gera þetta aftur'."

„Þeir eru núna að tala um að enda í topp fjórum eftir að hafa unnið deildina í fyrra. Topp fjórir er markmiðið. Þeir eru slæmir meistarar. Við erum að tala um Liverpool og fólk er alltaf að segja mér að Liverpool sé stórt félag. Þeir eru stórt félag en þá lendirðu í áföllum, er það ekki hluti af leiknum? Ef öll lið væru alltaf með alla sína leikmann heila, þá væri það frábært. Man City er án tveggja sinna bestu leikmanna (Sergio Aguero og Kevin de Bruyne). Ég veit að Liverpool vantar tvo miðverðina sína en þeir eru samt með sína bestu sóknarmenn á vellinum."

„Þeir eru með besta markvörðinn sinn, þeir eru með landsliðsmenn á miðjunni og eftir leikinn sagði Klopp: 'Kannski voru fæturnir á markverðinum kaldir'. Það er nýtt. Þetta eru afsakanir eftir afsakanir."

Liverpool beið í 30 ár eftir síðasta Englandsmeistaratitli. Hann kveðst þreyttur á afsökunum og segir að biðin eftir næsta deildartitli verði löng ef þeir halda áfram að standa sig svona.

„Ef þið haldið áfram að standa ykkur svona þá verða önnur 30 ár í að þið vinnið næsta titil, treystið mér."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner