Chelsea býst við að landa Guehi - Risaverðmiði á Isak - Mikill áhugi á Mateta
banner
   fös 07. febrúar 2025 09:13
Elvar Geir Magnússon
Chelsea býst við að landa Guehi - Risaverðmiði á Isak
Powerade
Marc Guehi.
Marc Guehi.
Mynd: Getty Images
Mateta.
Mateta.
Mynd: EPA
Við erum að sigla inn í bikarhelgi í enska boltanum en Manchester United leikur gegn Leicester í kvöld. BBC er búið að taka saman helsta slúðrið. Eigið góða helgi!

Chelsea býst við að enski miðvörðurinn Marc Guehi (24) muni ganga til liðs við félagið frá Crystal Palace í sumar. Tottenham vill einnig fá leikmanninn. (TBR)

Newcastle United metur sænska framherjann Alexander Isak (25) á 150 milljónir punda. (Fichajes)

Chelsea er opið fyrir því að selja brasilíska miðjumanninn Andrey Santos (20) í lok tímabilsins, hann er á láni hjá Strassborg. (Teamtalk)

Arsenal skoðaði fjóra framherja leikmenn í janúarglugganum en ákvað að fá ekki einn inn vegna skorts á hágæða möguleikum. (Mail)

Newcastle hefur hafnað kauptilboði frá Galatasaray í enska hægri bakvörðinn Kieran Trippier (34). (Caughtoffside)

Manchester United, Chelsea og Newcastle hafa áhuga á Jean-Philippe Mateta (27), frönskum framherja Crystal Palace. Hann hefur ekki skrifað undir nýjan samning við Palace. (TBR)

Búist er við að Chelsea lækki verðmiðann á enska miðjumanninum Kiernan Dewsbury-Hall (26) eftir að viðræður runnu út í sandinn í janúar. (Football Insider)

Manchester United mun fá um 27 milljónum punda lægra af verðlaunafé sínu í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. (Football Insider)

Það er 62 milljón punda riftunarákvæði í fjögurra og hálfs árs samningi sem Matheus Cunha (25), framherji Wolves, undirritaði í síðustu viku. (Mail Plus)

Stuttgart hefur áhuga á að ráða Cesc Fabregas, stjóra Como, sem næsta stjóra ef Sebastian Hoeness yfirgefur félagið í sumar. (Bild)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner