![Icelandair](/images/icelandair2_150x150px.png)
Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur átt magnað tímabil með Inter á Ítalíu. Hún er þar á láni frá Bayern München og hefur verið oftast af öllum markvörðum deildarinnar í liði umferðarinnar.
Hún er að gera sterkt tilkall í að verða aðalmarkvörður Íslands á Evrópumótinu í sumar en þetta er ákveðinn hausverkur fyrir landsliðsþjálfarann, Þorstein Halldórsson, þar sem Fanney Inga Birkisdóttir hefur verið frábær með landsliðinu síðustu misseri. Fanney er búin að skipta til Häcken í Svíþjóð og þá er Telma Ívarsdóttir nýbúin að skipta til Rangers í Skotlandi.
Hún er að gera sterkt tilkall í að verða aðalmarkvörður Íslands á Evrópumótinu í sumar en þetta er ákveðinn hausverkur fyrir landsliðsþjálfarann, Þorstein Halldórsson, þar sem Fanney Inga Birkisdóttir hefur verið frábær með landsliðinu síðustu misseri. Fanney er búin að skipta til Häcken í Svíþjóð og þá er Telma Ívarsdóttir nýbúin að skipta til Rangers í Skotlandi.
„Þetta er jákvætt. Það er alltaf jákvætt ef þú ert með marga góða leikmenn að velja úr," sagði landsliðsþjálfarinn í dag.
„Cecilía er farin að spila reglulega á þokkalega háu stigi í langan tíma. Það er mjög jákvætt. Maður er svolítið búin að bíða eftir því að hún spili reglulega með aðalliði í efstu deild í Evrópu. Það er gott," sagði Þorsteinn en Cecilía hefur verið óheppin með meiðsli undanfarin ár.
„Svo vonast maður til að Fanney og Telma geri það sama hjá sínum félagsliðum. Spili reglulega og verði aðalmarkverðir. Það hefur örugglega verið markmiðið þeirra með því að skipta í þessi félög, að verða betri."
„Þetta er jákvæður hausverkur. Ég fæ reyndar ekki hausverk yfir þessu. Þetta er jákvætt," sagði Þorsteinn.
Athugasemdir