Búið er að aflýsa nýjustu útgáfunni af Football Manager tölvuleiknum. Ný uppfærsla átti að koma út í síðasta mánuði en grunsemdir fóru að vakna þegar ekkert bólaði á henni.
Í Football Manager leiknum geta stuðningsmenn reynt sig sem stjórar og stýrt liðum í gegnum leiktímabil
Sports Interactive sem þróar leikinn segir það hafa verið erfiða ákvörðun að aflýsa 2025 útgáfunni af leiknum en þróunin hafi bara verið komið það skammt á veg frá þeim gæðum sem kröfur eru gerðar til.
Í Football Manager leiknum geta stuðningsmenn reynt sig sem stjórar og stýrt liðum í gegnum leiktímabil
Sports Interactive sem þróar leikinn segir það hafa verið erfiða ákvörðun að aflýsa 2025 útgáfunni af leiknum en þróunin hafi bara verið komið það skammt á veg frá þeim gæðum sem kröfur eru gerðar til.
Nú væri einbeiting komin á 2026 útgáfuna og þeir einstaklingar sem hefðu pantað leikinn í forsölu myndu fá endurgreitt.
Búið var að lofa margvíslegum uppfærslum á myndefni leiksins og viðmóti í næstu útgáfu og einnig kæmu kvennalið í fyrsta sinn inn í leiknum.
Athugasemdir