Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 07. apríl 2021 15:04
Magnús Már Einarsson
Ísland mætir Mexíkó í maí
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
A landslið karla mætir Mexíkó í vináttulandsleik í Bandaríkjunum 30. maí næstkomandi en KSÍ tilkynnti þetta í dag.

Íslenska liðið leikur því þrjá vináttuleiki í sumar en þeir fara allir fram erlendis.

Áður hafði KSÍ staðfest leiki við Færeyjar 4. júní og við Pólland 8. júní.

Leikurinn við Mexíkó fer fram á AT&T leikvanginum í Arlington, Texas. Ísland og Mexíkó hafa mæst fjórum sinnum áður í vináttuleikjum og hafa allir leikirnir farið fram í Bandaríkjunum. Markalaust jafntefli var niðurstaðan í fyrstu tveimur leikjunum, en Mexíkó hefur haft sigur í þeim tveimur síðari.

Leikurinn í Færeyjum er fyrsti opinberi leikurinn á Þórsvelli eftir endurbætur. Leikurinn við Pólverja fer fram í Poznan og er liður í lokaundirbúningi pólska liðsins fyrir úrslitakeppni EM.

Næstu leikir í undankeppni HM eru síðan í september en þá koma Rúmenía, Norður-Makedónía og Þýskaland í heimsókn á Laugardalsvöll öll í sömu vikunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner