„Þær voru bara grimmari en við í teignum og skora fín þrjú mörk. Ég veit ekki, á eftir að skoða hvort það hafi verið rangstaða í fyrsta markinu, veit það ekki, “ sagði Jón Aðalsteinn Kristjánsson eftir 1-4 tap fyrir Þór/KA í dag.
„ Við fáum ágætis færi í fyrri hálfleik, tvö mjög góð fyrri hálfleik en sendingar manna milli voru ekki að ganga nógu vel,“ sagði hann um sóknarleik sinna manna en eina mark Fylkis kom úr víti snemma í hálfleiknum.
„ Við þurfum bara að fara á æfingarsvæðið og halda áfram að vera dugleg, hver leikur er lærdómur og Þór/KA er mjög gott lið, nú vitum við hvað við þurfum að gera til að vinna þær næst,“ sagði hann að lokum.
Athugasemdir























