Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   lau 07. maí 2022 19:45
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir Brighton og Man Utd: Hræðilegur dagur hjá mörgum
Moises Caicedo, leikmaður Brighton, átti frábæran leik í 4-0 sigri liðsins á Manchester United en hann var valinn maður leiksins af Sky Sports. Margir leikmenn Man Utd áttu hræðilegan dag á skrifstofunni.

Caicedo skoraði fyrsta mark sitt fyrir Brighton og var þar að auki magnaður á miðsvæðinu og steig varla feilspor. Leandro Trossard var einnig í lykilhlutverki og skoraði eitt ásamt því að leggja upp tvö en báðir fá 8.

Manchester Evening News sér þá um að gefa leikmönnum United einkunnir eftir leik en þar voru ansi margir sem voru teknir fyrir, þá einna helst Alex Telles og Scott McTominay.

Brighton: Sanchez (7), Veltman (7), Dunk (7), Cucurella (8), March (7), Bissouma (7), Caicedo (8), Trossard (8), Gross (8), Mac Allister (7), Welbeck (7).
Varamenn: Webster (6), Lamptey (6), Maupay (6).

Man Utd: De Gea (4), Dalot (3), Lindelöf (2), Varane (2), Telles (2), McTominay (2), Matic (5), Elanga (2), Mata (3), Fernandes (3), Ronaldo (2).
Varamenn: Fred (5), Cavani (5), Maguire (5).
Athugasemdir
banner