Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 07. júní 2016 19:42
Alexander Freyr Tamimi
Man City í viðræðum um að fá Aubameyang
Fer Aubameyang til City?
Fer Aubameyang til City?
Mynd: Getty Images
Samkvæmt heimildum Sky Sports er Manchester City í viðræðum við Borussia Dortmund um kaup á framherjanum Pierre-Emerick Aubameyang.

Aubameyang, sem var valinn besti leikmaður Afríku á síðasta ári, átti hreint út sagt magnað síðasta tímabil með Dortmund og skoraði 25 mörk í þýsku Bundesligunni. Hefur hann í kjölfarið verið orðaður við flest stórlið Evrópu.

Nú greinir Sky hins vegar frá því að viðræður séu hafnar við Manchester City, en ljóst er að enska stórliðið þarf að greiða fúlgur fjár fyrir að fá leikmanninn í sínar raðir. Pep Guardiola, nýráðinn stjóri City, veit allt um gæði Aubameyang eftir að hafa þjálfað erkifjendur Dortmund í Bayern Munchen undanfarin þrjú ár.

Þetta yrði ekki í fyrsta skiptið sem Manchester City sækir einn af bestu leikmönnum nýafstaðins tímabils í Þýskalandi, en í fyrrasumar fékk félagið Kevin de Bruyne í sínar raðir frá Wolfsburg fyrir um 55 milljónir punda. Ólíklegt er að Aubameyang verði mikið ódýrari.
Athugasemdir
banner
banner
banner