Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 07. júní 2021 21:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjudeild kvenna: KR upp í annað sæti
Guðmunda Brynjar var í stuði.
Guðmunda Brynjar var í stuði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR 5 - 2 Grindavík
0-1 Una Rós Unnarsdóttir ('4)
1-1 Guðmunda Brynja Óladóttir ('40)
2-1 Guðmunda Brynja Óladóttir ('43)
2-2 Christabel Oduro ('60)
3-2 Guðmunda Brynja Óladóttir ('67)
4-2 Laufey Björnsdóttir ('84)
5-2 Kathleen Rebecca Pingel ('88)
Rautt spjald: Írena Björk Gestsdóttir, Grindavík ('74)

KR vann flottan sigur á Grindavík á heimavelli þegar liðin áttust við í Lengjudeild kvenna í kvöld.

Gestirnir úr Grindavík byrjuðu betur og kom Una Rós Unnarsdóttir yfir eftir aðeins fjögurra mínútna leik.

Forystan var Grindvíkinga fram á 40. mínútu en þá jafnaði Guðmunda Brynja Óladóttir fyrir KR. Stuttu síðar skoraði Guðmunda Brynja aftur, en í millitíðinni brenndi Grindavík af dauðafæri.

Christabel Oduro jafnaði fyrir Grindavík í seinni hálfleik, en Guðmunda Brynja var ekki hætt og fullkomnaði þrennu sína á 67. mínútu leiksins.

Grindavík missti svo Írenu Björk Gestsdóttir af velli með rautt spjald en eftir það skoraði KR tvö mörk til viðbótar. Lokatölur 5-2 fyrir Vesturbæinga.

KR er í öðru sæti deildarinnar með 12 stig, Afturelding er á toppnum með 13 stig. Grindavík er á botni deildarinnar með þrjú stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner