Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 07. júní 2022 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: 433 
Arnór þakklátur fyrir traustið - „Ekki sjálfgefið"
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Arnór Sigurðsson hefur byrjað báða leikina í júní með landsliðinu. Arnór skoraði í fyrri leiknum gegn Ísrael og átti stóran þátt í jöfnunarmarki Íslands gegn Albaníu í gær.

Arnór átt erfitt tímabil í vetur en hann var á láni hjá Venezia á Ítalíu frá CSKA Moskvu í Rússlandi. Arnór fékk lítið að spila og hefur sjálfur talað um vonbrigðatímabil.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  1 Albanía

Arnór hefur ekki alltaf verið byrjunarliðsmaður á landsliðsferlinum sem hófst árið 2018. Landsleikirnir eru nú orðnir 20 hjá þessum 23 ára leikmanni.

Í viðtali við 433.is eftir leik var Arnór spurður út í traustið sem hann hefur fengið frá þjálfurum landsliðsins í þessu verkefni.

„Það er náttúrulega bara geggjað. Það skiptir máli fyrir persónulega að komast aftur inná völlinn eftir að hafa ekki mikið verið þar upp á síðkastið. Ég er rosalega þakklátur fyrir traustið sem ég fæ af því það er ekki sjálfgefið að leikmaður sem kemur úr svona tímabili fái svona mikið traust. Mér finnst ég hafa sýnt það, og liðið kannski líka með sinni spilamennsku, að þetta er allt á réttri leið. Mér líður vel og það er geggjað að vera aftur kominn inná völlinn," sagði Arnór.

Arnór ræddi einnig við Fótbolta.net eftir leikinn í gær og má nálgast það viðtal hér að neðan.
Arnór Sig: Leggjum allt sem við eigum í að ná sigri gegn Ísrael
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner