Alfreð Finnbogason skrifaði undir eins árs samning við Lyngby síðasta sumar. Alfreð kom til Lyngby eftir sex ár hjá Augsburg í Þýskalandi. Hann er 34 ára framherji og byrjunarliðsmaður í íslenska landsliðinu.
Lyngby hélt sæti sínu í dönsku Superliga á dramatískan hátt og hefur mikið verið fjallað um það hér á Fótbolti.net. Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby, var til viðtals í vikunni og var hann spurður út í Alfreð.
Lyngby hélt sæti sínu í dönsku Superliga á dramatískan hátt og hefur mikið verið fjallað um það hér á Fótbolti.net. Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby, var til viðtals í vikunni og var hann spurður út í Alfreð.
„Það hafa verið algjör forréttindi að vera með Alfreð í hópnum. Sá er búinn að ganga í gegnum helvíti og himnaríki á þessum mánuðum hjá okkur. Hann hefur lent í tvennum skelfilegum meiðslum og kemur inn í liðið á sínum tíma ekki í leikformi. Þegar hann var heill skilaði hann frammistöðum," sagði Freysi.
„Hann leiddi með fordæmi þegar hann kemur til baka þremur vikum á undan áætlun; fólk verður að átta sig á því að Alfreð var tilbúinn að fórna ferlinum fyrir þetta. Ef hann hefði farið inn á völlinn á móti Silkeborg þegar hann kom til baka og meitt sig aftur, þá hefði þetta verið búið og hann var meðvitaður um það. Ég gerði honum það ljóst, en hann var tilbúinn í það fyrir lið sem hann er búinn að vera partur af í átta mánuði. Ég mun aldrei gleyma því." Alfreð glímdi við meiðsli á öxl en sneri til baka langt á undan áætlun og hjálpaði liðinu á mikilvægum tímapunkti á tímabilinu.
„Svo gerist þetta á móti Óðinsvé sem gerist. Það er bara eins og það er," sagði Freysi og vísar þá í rauða spjaldið sem Alfreð fékk fyrir að verja boltann með hendi inn á eigin vítateig gegn OB.
„Það sem hann er búinn að leiða með góðu fordæmi; hann er bara eitthvað annað. Hann er búinn að vera leiðtogi í fyrirmynd í klefanum. Það sem hann er búinn að gera fyrir Sævar Atla... það er frábært. Sævar Atli tekur á móti því sem hann veit að er rétt og því hefur hann vaxið. Alfreð er ekki bara búinn að hjá Sævari og Kolla, hann er búinn að hjálpa öllum í liðinu með því að vera bara hann sjálfur. Alfreð er einstakur og geggjað að hafa haft hann. Ég er ótrúlega þakklátur fyrir að hann hafi komið til okkar."
Eru einhverjar líkur á að Alfreð verði áfram?
„Já, það eru alveg líkur á því. Ég veit ekki nákvæmlega stöðuna á samningaviðræðum en við munum allavega sjá hvað er rétt fyrir hann og hvort að þetta passi inn hjá okkur. Það vita það allir að ég vil hafa hann, engin spurning. Það er spurning hvort hann hafi áhuga á því og hvað klúbburinn segir í sambandi við samsetningu á leikmannahópnum," sagði Freysi.
Viðtalið við Frey má nálgast í spilaranum hér á neðan og í öllum hlaðvarpsveitum. Freysi nefnir Sævar Atla og það sem Alfreð hefur gert fyrir hann. Hér að neðan er einnig viðtal við Sævar sem tekið var í gær.
Athugasemdir