Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
   mið 07. júní 2023 15:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron Kristófer mjög óheppinn - Gæti verið frá fram í ágúst
watermark Aron Kristófer.
Aron Kristófer.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Kristófer Lárusson, varnarmaður KR, hefur ekkert spilað til þessa á tímabilinu vegna meiðsla.

Þjálfarateymið var að gæla við að hafa Aron í hópnum gegn Stjörnunni í gær en meiðsli í lok æfingar á sunnudag komu í veg fyrir það. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sagði í samtali við Aron Elvar Finnsson á mbl.is að Aron verði frá í talsverðan tíma.

„Það eru sex til átta vik­ur í hann. Hann meidd­ist á æf­ingu í fyrra­dag, var orðinn 100 pró­sent klár og við vor­um farn­ir að gæla við að hafa hann í hóp í leikn­um í kvöld. Hann meidd­ist á síðustu sek­úndu æfing­ar­inn­ar, togn­un ein­hvers staðar í ökkla. Ég veit ekki al­veg hvað þetta er en við erum hrædd­ir um að þetta geti tekið dá­lítið lang­an tíma, því miður," sagði Rúnar við mbl.is.

Aron Kristófer er 24 ára örvfættur varnarmaður sem getur spilað í miðverðinum, bakverðinum og í vængbakverðinum. Hann kom í KR frá ÍA eftir tímabilið 2021.
Ánægður með viðbrögðin eftir höggið: Sá löngunina í augunum
Athugasemdir
banner
banner
banner