Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
   mið 07. júní 2023 17:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Unnu ótrúlega vel saman í fyrra en eru andstæðingar í kvöld
watermark Katrín mætir Stjörnunni í kvöld.
Katrín mætir Stjörnunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Jasmín Erla byrjar hjá Stjörnunni.
Jasmín Erla byrjar hjá Stjörnunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Allir á völlinn!
Allir á völlinn!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er sannkallaður stórleikur í Bestu deild kvenna þegar Breiðablik og Stjarnan eigast við í nágrannaslag. Fyrir leikinn er Breiðablik í þriðja sæti með tólf stig og Stjarnan í fjórða sæti með tíu stig. Þetta er mikilvægur leikur í toppbaráttunni.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Stjarnan

Byrjunarliðin eru klár fyrir leikinn. Katrín Ásbjörnsdóttir, sem lék með Stjörnunni í fyrra, byrjar leikinn fyrir Breiðablik og er í fremstu víglínu. Karitas Tómasdóttir er ekki með Blikum þar sem hún meiddist illa í síðasta leik og verður ekki meira með á tímabilinu.

Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving er í markinu hjá Stjörnunni þar sem Erin McLeod er fjarri góðu gamni.

Alvöru nágrannaslagur
„Það er gríðarlega erfitt að spá í þennan leik, alvöru nágrannaslagur," sagði undirritaður í síðasta þætti af Heimavellinum þegar rætt var um þennan leik.

„Mig langar ekki að segja jafntefli," sagði Lilja Dögg Valþórsdóttir. „Ég vil að það verði skorað meira en eitt mark, þetta verði alvöru markaleikur."

„Ætli Katrín Ásbjörns skori ekki?" spurði undirritaður. „Hún skorar pottþétt í þessum leik og Blikarnir vinna," sagði Lilja en það verður fróðlegt að sjá hvað gerist í kvöld. Það er athyglisvert að Katrín og Jasmín Erla Ingadóttir eru að mætast en þær voru tveir markahæstu leikmenn deildarinnar í fyrra og unnu gríðarlega vel saman í fyrra eins og má lesa um hérna. Í kvöld eru þær andstæðingar.

Hér fyrir neðan má sjá byrjunarliðin fyrir leikinn á Kópavogsvellinum í kvöld en flautað verður til leiks klukkan 18:00.

Fjölmennum á völlinn og styðjum við íslenskan fótbolta!

Byrjunarlið Breiðabliks:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
2. Toni Deion Pressley
4. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir
5. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir
8. Taylor Marie Ziemer
9. Katrín Ásbjörnsdóttir
11. Andrea Rut Bjarnadóttir
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
18. Elín Helena Karlsdóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir

Byrjunarlið Stjörnunnar:
1. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
5. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir
9. Andrea Mist Pálsdóttir
10. Anna María Baldursdóttir (f)
11. Betsy Doon Hassett
16. Sædís Rún Heiðarsdóttir
18. Jasmín Erla Ingadóttir
21. Heiða Ragney Viðarsdóttir
24. Málfríður Erna Sigurðardóttir
Heimavöllurinn: Línudans, eldræður og skjálfti á Suðurlandi
Athugasemdir
banner
banner
banner