Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fös 07. júní 2024 23:54
Brynjar Ingi Erluson
3. deild: Dofri Snorra hetjan í fyrsta sigri Vængja Júpiters
Dofri Snorrason skoraði sigurmark Vængjanna
Dofri Snorrason skoraði sigurmark Vængjanna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvíti riddarinn 2 - 3 Vængir Júpiters
1-0 Alexander Aron Tómasson ('45 )
1-1 Almar Máni Þórisson ('46 )
2-1 Hilmar Þór Sólbergsson ('51 )
2-2 Almar Máni Þórisson ('74 )
2-3 Dofri Snorrason ('80 )

Vængir Júpiters eru komnir með sinn fyrsta sigur í 3. deildinni á þessu tímabili eftir að liðið vann nágranna sína í Hvíta riddaranum, 3-2, á Malbikistöðinni að Varmá í kvöld.

Alexander Aron Tómasson skoraði á mikilvægum tímapunkti fyrir Hvíta riddarann, alveg undir lok fyrri hálfleiks, en það sló ekki gestina út af laginu. Almar Máni Þórisson jafnaði strax í upphafi síðari áður en Hilmar Þór Sólbergsson kom Hvíta aftur í forystu á 51. mínútu.

Almar Máni gerði annað jöfnunarmark á 74. mínútu áður en reynsluboltinn Dofri Snorrason skoraði sigurmarkið sex mínútum síðar.

Dofri gekk í raðir Vængja Júpiters frá Fjölni fyrir tímabilið en hann á 138 leiki í efstu deild með KR, Selfoss og Víkingi R.

Gæti reynst Vængjunum mikilvægt sigurmark til að koma tímabilinu almennilega af stað. Fyrsti sigurinn kominn og Vængirnir nú með 4 stig í næst neðsta sæti en Hvíti riddarinn í 9. sæti með 6 stig.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner